Námskeið

Power Yoga

 • Kennt 2svar eða 3svar í viku, sjá nánar í stundaskrá.
 • Kraftmiklir og krefjandi  jóga tímar
 • Tímarnir byggjast upp á flæði og öndun í takt við æfingarnar
 • Æfingarnar auka styrk,  liðleika og  jafnvægi,  efla einbeitingu og þjálfa okkur í að vera til staðar í núinu
 • Tímarnir eru breytilegir frá einum tíma til annars þar sem Power Yoga byggir ekki á ákveðinni seríu
 • Verið viðbúin því að svitna í tímum. Gott er að koma með stórt handklæði til að hafa á dýnunni og annað litið til að þurrka svita. Einnig er gott að koma með vatnsflösku
 • Slökun er í lok hvers tíma
 • Tímarnir henta bæði fyrir byrjendur og þá sem eru vanir

Jóga fyrir golfara

 • Kennt 2svar í viku, sjá nánar í sundaskrá.
 • Jóga tímar sem eru  sérsniðnir fyrir golfara, æfingakerfi YFG frá Katherin Roberts
 • Æfingar sem byggja upp styrk, liðleika, jafnvægi og einbeitingu
 • Þrjú styrkleikastig, Par, Birdie og Eagle
 • Öndunaræfingar, upphitun, jógastöður, jafnvægisæfingar og teygjur
 • Slökun er í lok hvers tíma

Einkatímar

 • Jóga tímar sem eru  sérsniðnir fyrir þig
 • Æfingar eftir þínum þörfum
 • Kenndar góðar jóga og öndunaræfingar til að viðhalda og bæta heilsu,  auka styrk,  liðleika, jafnvægi og einbeitingu  auk þess að  draga úr streitu og auka orku
 • Staðsetning skv. samkomulagi, heima hjá þér eða í sal

Helgarnámskeið á landsbyggðinni