Jóga fyrir golfara

Æfingar Námskeið í boði Hvað er jóga fyrir golfara Katherine Roberts Sólrún jógakennari

Golf er mjög krefjandi íþrótt, bæði líkamlega og andlega. Golfsveiflan leggur gríðarlegt álag á bakið. U.þ.b. 53% karla og 45% kvenna sem spila golf glíma við bakverki. Algengustu meiðsli golfarar eru í baki, öxlum og úlnliðum.

Það er því mjög mikilvægt fyrir alla golfara að hafa æfingar sem auka líkamlegan styrk, sveigjaleika, jafnvægi og einbeitingu inni í þjálfunarprógramminu sínu.

YFG eða jóga fyrir golfara tekur mið að þörfum golfarans m.t.t golfsveiflunnar, álags og annarra þátta sem kylfingurinn þarf að glíma við á golfvellinum.

Ávinningur við að bæta jóga fyrir golfara í æfingaprógrammið

  • Lengri högg
  • Bætt sveifla, jafnari taktur og tempo
  • Aukið úthald
  • Betri einbeiting
  • Meira jafnvægi
  • Lægri forgjöf
  • Meira sjálfstraust á golfvellinum
  • Minni líkur á meiðslum
  • Ánægðari kylfingar